Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 12:52 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina. Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina.
Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira