Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli 11. febrúar 2015 12:11 Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“ Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“
Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira