Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 07:42 Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. vísir Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili. Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili.
Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00