Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2015 11:47 Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. „Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli. Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
„Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli.
Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15