Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 15:15 "Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín Heimisdóttir. vísir/anton brink Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira