Afar þakklátur fyrir björgunina Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:45 Kristján er þakklátur fyrir að vera á lífi en skipsfélagar hans komu honum aftur til lífs. Fréttablaðið/GVA „Þeir stóðu sig eins og hetjur. Ég er þeim ótrúlega þakklátur,“ segir Kristján Víðir Kristjánsson, fyrsti stýrimaður á Örfirisey RE, um skipsfélaga sína. Þann 5. desember síðastliðinn fékk hann hjartaáfall um borð sem endaði með hjartastoppi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku tók það þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipsfélagar Kristjáns björguðu lífi hans en þeir veittu honum hjartahnoð og notuðu á hann hjartastuðtæki sem var um borð í skipinu. Kristján var meðvitundarlaus allan tímann og man síðast eftir sér áður en hann hneig niður. Hann hafði fundið fyrir slappleika og jafnvel haft það á tilfinningunni að þetta gæti tengst hjartanu á einhvern hátt þar sem bróðir hans hafði fengið svipuð einkenni mánuði fyrr og þá endað í bráðahjartaþræðingu. Hann segir það í raun vera lán í óláni að hann hafi hnigið niður fyrir framan skipsfélaga sinn. Kristján er fyrsti stýrimaður og var nýkominn af vakt í stýrishúsi þar sem hann er einn yfir nóttina og fram á morgun. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er yfir nóttina,“ segir Kristján. Sjálfur man hann lítið eftir aðdraganda áfallsins, hann minnist þess að hafa verið slappur en vaknaði svo ekki fyrr en tveimur dögum síðar á spítala. „Ég var að fara að hengja upp fiskspyrður sem ég ætlaði að taka með mér í matinn heim. Ég fer með þær upp og kem svo niður í stakkageymsluna. Þá finn ég að ég er eitthvað slappur við þessa áreynslu og sest niður. Ég sit þar og þá kemur víst vélstjórinn og heilsar mér en ég svara honum ekki. Hann lítur á mig og þá hníg ég víst bara niður og man ekki eftir því.“ Þegar hann hneig niður kallaði vélstjórinn á hina skipsfélagana sem hófust strax handa við að hlúa að Kristjáni. Skipstjórinn hringdi á Landhelgisgæsluna til þess að óska eftir aðstoð þyrlunnar auk þess sem skipinu var stefnt beina leið í land. „Ég hefði ekki getað verið í betri höndum. Mér skilst að annar stýrimaður hafi stýrt þessu. Það má í raun þakka Slysavarnafélagi sjómanna líka fyrir að þetta fór svona. Við höfum allir farið á námskeið hjá þeim og þessi annar stýrimaður var nýbúinn að vera á námskeiði og því allt í fersku minni,“ segir Kristján. Skipverjarnir náðu að hnoða hann til lífs og þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo ekki fyrr en þremur tímum seinna. Trausti Egilsson sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þessar klukkustundir hefðu verið ansi lengi að líða en undir venjulegum kringumstæðum hefði það tekið þyrluna klukkutíma að komast á staðinn. Þegar þyrlan loks kom var flogið beint með Kristján á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fór í hjartaþræðingu. Kristján fékk að fara heim eftir þrjá daga á spítalanum. Hann er enn nokkuð þrekaður og er heima að safna kröftum. „Ég er bara þokkalegur þannig séð. Ég er með verki í brjóstinu en það gæti verið bara eftir hnoðið. Ég er bara að hvíla mig og get ekki farið að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.“ Þrátt fyrir atvikið segist hann óhræddur við að fara að vinna á ný en myndi gjarnan vilja sjá breytingar á því hvernig þyrlan er notuð. „Auðvitað eru menn óánægðir með að hún skuli ekki vera til staðar þegar þarf á henni að halda. Mér finnst það líka svolítið hart því þegar ég var í Sjómannaskólanum vorum við að safna fyrir því að kaupa þyrlu og þá var skilyrðið það að við myndum kaupa hana og ríkissjóður reka hana. Það er kannski verið að reyna að spara eitthvað og leigja hana út í svona verkefni til þess að halda þessu gangandi. En auðvitað á hún að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á.“ Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
„Þeir stóðu sig eins og hetjur. Ég er þeim ótrúlega þakklátur,“ segir Kristján Víðir Kristjánsson, fyrsti stýrimaður á Örfirisey RE, um skipsfélaga sína. Þann 5. desember síðastliðinn fékk hann hjartaáfall um borð sem endaði með hjartastoppi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku tók það þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipsfélagar Kristjáns björguðu lífi hans en þeir veittu honum hjartahnoð og notuðu á hann hjartastuðtæki sem var um borð í skipinu. Kristján var meðvitundarlaus allan tímann og man síðast eftir sér áður en hann hneig niður. Hann hafði fundið fyrir slappleika og jafnvel haft það á tilfinningunni að þetta gæti tengst hjartanu á einhvern hátt þar sem bróðir hans hafði fengið svipuð einkenni mánuði fyrr og þá endað í bráðahjartaþræðingu. Hann segir það í raun vera lán í óláni að hann hafi hnigið niður fyrir framan skipsfélaga sinn. Kristján er fyrsti stýrimaður og var nýkominn af vakt í stýrishúsi þar sem hann er einn yfir nóttina og fram á morgun. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er yfir nóttina,“ segir Kristján. Sjálfur man hann lítið eftir aðdraganda áfallsins, hann minnist þess að hafa verið slappur en vaknaði svo ekki fyrr en tveimur dögum síðar á spítala. „Ég var að fara að hengja upp fiskspyrður sem ég ætlaði að taka með mér í matinn heim. Ég fer með þær upp og kem svo niður í stakkageymsluna. Þá finn ég að ég er eitthvað slappur við þessa áreynslu og sest niður. Ég sit þar og þá kemur víst vélstjórinn og heilsar mér en ég svara honum ekki. Hann lítur á mig og þá hníg ég víst bara niður og man ekki eftir því.“ Þegar hann hneig niður kallaði vélstjórinn á hina skipsfélagana sem hófust strax handa við að hlúa að Kristjáni. Skipstjórinn hringdi á Landhelgisgæsluna til þess að óska eftir aðstoð þyrlunnar auk þess sem skipinu var stefnt beina leið í land. „Ég hefði ekki getað verið í betri höndum. Mér skilst að annar stýrimaður hafi stýrt þessu. Það má í raun þakka Slysavarnafélagi sjómanna líka fyrir að þetta fór svona. Við höfum allir farið á námskeið hjá þeim og þessi annar stýrimaður var nýbúinn að vera á námskeiði og því allt í fersku minni,“ segir Kristján. Skipverjarnir náðu að hnoða hann til lífs og þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo ekki fyrr en þremur tímum seinna. Trausti Egilsson sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þessar klukkustundir hefðu verið ansi lengi að líða en undir venjulegum kringumstæðum hefði það tekið þyrluna klukkutíma að komast á staðinn. Þegar þyrlan loks kom var flogið beint með Kristján á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fór í hjartaþræðingu. Kristján fékk að fara heim eftir þrjá daga á spítalanum. Hann er enn nokkuð þrekaður og er heima að safna kröftum. „Ég er bara þokkalegur þannig séð. Ég er með verki í brjóstinu en það gæti verið bara eftir hnoðið. Ég er bara að hvíla mig og get ekki farið að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.“ Þrátt fyrir atvikið segist hann óhræddur við að fara að vinna á ný en myndi gjarnan vilja sjá breytingar á því hvernig þyrlan er notuð. „Auðvitað eru menn óánægðir með að hún skuli ekki vera til staðar þegar þarf á henni að halda. Mér finnst það líka svolítið hart því þegar ég var í Sjómannaskólanum vorum við að safna fyrir því að kaupa þyrlu og þá var skilyrðið það að við myndum kaupa hana og ríkissjóður reka hana. Það er kannski verið að reyna að spara eitthvað og leigja hana út í svona verkefni til þess að halda þessu gangandi. En auðvitað á hún að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á.“
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira