Mannréttindi og kirkjuheimsóknir Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 16. desember 2014 07:00 Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun