Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun