Þar kliða raddir tímans Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. desember 2014 06:30 Fólk er ýmislegt og alls konar; það hefur ólíkar raddir. Það afgreiðir í búð og það klippir hár eða gerir út á dragnót; það skrifar bækur, spilar á trompet eða keppir í skíðagöngu; það heldur með Leeds í enska boltanum, hlustar á Rihönnu eða Arvo Pärt, leikur við hvern sinn fingur eða sér ekki út úr augunum fyrir tárum; það stundar sjóinn, hannar nýja línu af lundastyttum, málar báta, býr til hatta, syngur í kór. Við skiptumst ekki í tvær fylkingar, vinstri og hægri, með og á móti, heldur liggja leiðir okkar saman og sundur eftir ótal flóknum leiðum því að fólk er ýmislegt og alls konar og hefur ólíkar raddir inni í sér og kringum sig.Samfélag og tvístringur En við eigum samfélag þó að við séum svona ólík. Samfélagsaðildinni fylgja margvíslegar sameiginlegar skyldur og réttindi – og einhvers konar samkennd: við eigum sögu; ljóta, fagra, fyndna, hræðilega, glæsta, auma. Við eigum sameiginlegar sögur og sagnir og alls konar tilvísanir hingað og þangað; við tölum flest þessa tungu, sem er svo sannarlega ein sérviskan í heiminum. Við eigum saman menningarverðmæti. Sem sé: Við höfum komið okkur saman um ýmsa tilhögun við það að tala saman og leitast við að heyra hvert í öðru. Gefin eru út blöð og reknar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar; við hittumst á Kjaftaklöppinni Facebook og til eru þau sem blogga eins og þau eigi lífið að leysa. Tæknin hefur tilhneigingu til að beina okkur í tilteknar menningarkvíar. Við sækjumst, eðli málsins samkvæmt, fremur eftir því að tengjast þeim sem við teljum okkur eiga samleið með, pólitískt og menningarlega, svo að við getum rætt hugðarefni okkar við skyldar sálir. Það er þægilegt. En varasamt. Meðal þess sem ógnar samfélaginu nú á dögum, samfélagslegri vitund og hæfileikanum til að setja sig í spor annarra – samlíðaninni sem er forsenda svo margs í siðuðu samfélagi – er tvístringurinn sem netlífinu fylgir. Hólfmennskan. Við sjáum þetta til dæmis þegar fólk sem telur sig í menningarlegri miðju landsins, í miðbæ Reykjavíkur og svo fólk sem telur hjarta landsins slá í brjósti sér og býr utan Reykjavíkur, er að skiptast á skætingi með gagnkvæmu áhugaleysi um að setja sig í spor viðhrópandans. Á netinu fer maður smám saman bara að heyra þær fréttir sem manni líkar vel að heyra og staðfesta þá hugmyndafræði og sýn sem maður hefur ræktað með sér í sínu hólfi. Maður les bara pistla þess fólks sem orðar af listfengi það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Maður leitar staðfestu og staðfestingar. Þetta er hættulegt. Við þurfum að eiga sameiginlegan vettvang þar sem sagðar eru fréttir, miðlað sögu og menningu, skipst á skoðunum og álitamál brotin til mergjar án fyrirframgefinnar niðurstöðu. Sá vettvangur er til: Ríkisútvarpið.Sundrungartákn íslensku þjóðarinnar Ríkisútvarpið býr við linnulausar og samfelldar árásir frá óbilgjörnum öfgasinnum sem keppast við að verða sundrungartákn íslensku þjóðarinnar; ala sífellt á úlfúð og hatri. Þetta eru menn sem eru á launum við að ganga erinda tiltekinna hagsmunaafla í samfélaginu, ýmist á þingi eða á tilteknum fjölmiðlum. Fremstur þar í flokki er Davíð Oddsson sem nú er orðinn hjú hjá LÍÚ. Engu er líkara en að hann telji sig orðinn sérstakan saksóknara í ímynduðu sakamáli gegn þessari stofnun. Það er honum og áhangendum hans kappsmál að grafa undan því mikla trausti sem Ríkisútvarpið nýtur meðal landsmanna eins og skoðanakannanir hafa þráfaldlega leitt í ljós. Þrátt fyrir átta hundruð Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu, sem verða æ frekjulegri – og skringilegri – þá hafa þau skrif greinilega ekki orðið til annars en að auka traust og tiltrú almennings á Ríkisútvarpinu. Flestir Sjálfstæðismenn átta sig á því að þjóðin vill hafa þessa stofnun, hvort sem við erum vinstri sinnuð eða hægri sinnuð. Hvar sem við stöndum. Því að þetta er okkar stofnun, sem þjónar almenningi en ekki sérhagsmunum, sinnir þjóðmenningu í víðasta skilningi en ekki stundarmarkaðsvörum, leitar sannleikans en gengur ekki erinda. Ríkisútvarpið er mikilsverður hluti af þeim innviðum íslensks samfélags sem viss öfl vilja veikja. Það ræktar samkennd okkar. Þar kliða raddir sem við myndum jafnvel ekki heyra í annars. Þar heyrum við músík sem enginn sérstakur er að reyna að selja okkur en ástæða er til að halda á lofti. Þar býr þjóðarminnið og bætist við jafnt og þétt; það sem framleitt er núna í Ríkisútvarpinu verður einn góðan veðurdag að ómetanlegum menningarverðmætum. Í útvarpinu kliða raddir tímans. Verðmæti stofnunarinnar er ekki bara í ómetanlegu segulbanda og myndasafni stofnunarinnar; það er líka í því óáþreifanlega, sögunni, hefðinni, þekkingunni – samfellunni. Ríkisútvarpið er sameign íslensku þjóðarinnar sem vill hafa öflugt almannaútvarp hér á landi þar sem fólk fær að starfa af fagmennsku og heilindum en þarf ekki að búa við stöðugar árásir frá frekjuhundum. Árásirnar á Ríkisútvarpið jafngilda árásum á Árnastofnun eða Veðurstofuna. Þetta er eins og að vera andvígur Þjóðminjasafninu. Þetta er eins og að berjast fyrir því að Esjan verði lögð niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk er ýmislegt og alls konar; það hefur ólíkar raddir. Það afgreiðir í búð og það klippir hár eða gerir út á dragnót; það skrifar bækur, spilar á trompet eða keppir í skíðagöngu; það heldur með Leeds í enska boltanum, hlustar á Rihönnu eða Arvo Pärt, leikur við hvern sinn fingur eða sér ekki út úr augunum fyrir tárum; það stundar sjóinn, hannar nýja línu af lundastyttum, málar báta, býr til hatta, syngur í kór. Við skiptumst ekki í tvær fylkingar, vinstri og hægri, með og á móti, heldur liggja leiðir okkar saman og sundur eftir ótal flóknum leiðum því að fólk er ýmislegt og alls konar og hefur ólíkar raddir inni í sér og kringum sig.Samfélag og tvístringur En við eigum samfélag þó að við séum svona ólík. Samfélagsaðildinni fylgja margvíslegar sameiginlegar skyldur og réttindi – og einhvers konar samkennd: við eigum sögu; ljóta, fagra, fyndna, hræðilega, glæsta, auma. Við eigum sameiginlegar sögur og sagnir og alls konar tilvísanir hingað og þangað; við tölum flest þessa tungu, sem er svo sannarlega ein sérviskan í heiminum. Við eigum saman menningarverðmæti. Sem sé: Við höfum komið okkur saman um ýmsa tilhögun við það að tala saman og leitast við að heyra hvert í öðru. Gefin eru út blöð og reknar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar; við hittumst á Kjaftaklöppinni Facebook og til eru þau sem blogga eins og þau eigi lífið að leysa. Tæknin hefur tilhneigingu til að beina okkur í tilteknar menningarkvíar. Við sækjumst, eðli málsins samkvæmt, fremur eftir því að tengjast þeim sem við teljum okkur eiga samleið með, pólitískt og menningarlega, svo að við getum rætt hugðarefni okkar við skyldar sálir. Það er þægilegt. En varasamt. Meðal þess sem ógnar samfélaginu nú á dögum, samfélagslegri vitund og hæfileikanum til að setja sig í spor annarra – samlíðaninni sem er forsenda svo margs í siðuðu samfélagi – er tvístringurinn sem netlífinu fylgir. Hólfmennskan. Við sjáum þetta til dæmis þegar fólk sem telur sig í menningarlegri miðju landsins, í miðbæ Reykjavíkur og svo fólk sem telur hjarta landsins slá í brjósti sér og býr utan Reykjavíkur, er að skiptast á skætingi með gagnkvæmu áhugaleysi um að setja sig í spor viðhrópandans. Á netinu fer maður smám saman bara að heyra þær fréttir sem manni líkar vel að heyra og staðfesta þá hugmyndafræði og sýn sem maður hefur ræktað með sér í sínu hólfi. Maður les bara pistla þess fólks sem orðar af listfengi það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Maður leitar staðfestu og staðfestingar. Þetta er hættulegt. Við þurfum að eiga sameiginlegan vettvang þar sem sagðar eru fréttir, miðlað sögu og menningu, skipst á skoðunum og álitamál brotin til mergjar án fyrirframgefinnar niðurstöðu. Sá vettvangur er til: Ríkisútvarpið.Sundrungartákn íslensku þjóðarinnar Ríkisútvarpið býr við linnulausar og samfelldar árásir frá óbilgjörnum öfgasinnum sem keppast við að verða sundrungartákn íslensku þjóðarinnar; ala sífellt á úlfúð og hatri. Þetta eru menn sem eru á launum við að ganga erinda tiltekinna hagsmunaafla í samfélaginu, ýmist á þingi eða á tilteknum fjölmiðlum. Fremstur þar í flokki er Davíð Oddsson sem nú er orðinn hjú hjá LÍÚ. Engu er líkara en að hann telji sig orðinn sérstakan saksóknara í ímynduðu sakamáli gegn þessari stofnun. Það er honum og áhangendum hans kappsmál að grafa undan því mikla trausti sem Ríkisútvarpið nýtur meðal landsmanna eins og skoðanakannanir hafa þráfaldlega leitt í ljós. Þrátt fyrir átta hundruð Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu, sem verða æ frekjulegri – og skringilegri – þá hafa þau skrif greinilega ekki orðið til annars en að auka traust og tiltrú almennings á Ríkisútvarpinu. Flestir Sjálfstæðismenn átta sig á því að þjóðin vill hafa þessa stofnun, hvort sem við erum vinstri sinnuð eða hægri sinnuð. Hvar sem við stöndum. Því að þetta er okkar stofnun, sem þjónar almenningi en ekki sérhagsmunum, sinnir þjóðmenningu í víðasta skilningi en ekki stundarmarkaðsvörum, leitar sannleikans en gengur ekki erinda. Ríkisútvarpið er mikilsverður hluti af þeim innviðum íslensks samfélags sem viss öfl vilja veikja. Það ræktar samkennd okkar. Þar kliða raddir sem við myndum jafnvel ekki heyra í annars. Þar heyrum við músík sem enginn sérstakur er að reyna að selja okkur en ástæða er til að halda á lofti. Þar býr þjóðarminnið og bætist við jafnt og þétt; það sem framleitt er núna í Ríkisútvarpinu verður einn góðan veðurdag að ómetanlegum menningarverðmætum. Í útvarpinu kliða raddir tímans. Verðmæti stofnunarinnar er ekki bara í ómetanlegu segulbanda og myndasafni stofnunarinnar; það er líka í því óáþreifanlega, sögunni, hefðinni, þekkingunni – samfellunni. Ríkisútvarpið er sameign íslensku þjóðarinnar sem vill hafa öflugt almannaútvarp hér á landi þar sem fólk fær að starfa af fagmennsku og heilindum en þarf ekki að búa við stöðugar árásir frá frekjuhundum. Árásirnar á Ríkisútvarpið jafngilda árásum á Árnastofnun eða Veðurstofuna. Þetta er eins og að vera andvígur Þjóðminjasafninu. Þetta er eins og að berjast fyrir því að Esjan verði lögð niður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun