Þjóðernisöfgar, fávísi og stríð Þröstur Ólafsson skrifar 8. desember 2014 09:15 Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár. Sjónvarpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar er dregið fram hvernig fávísir, þröngsýnir og vitgrannir stjórnmálamenn kyntu undir blindum ofmetnaði, dönskum þjóðernisyfirburðum og megnri vanþóknun gagnvart útlendingum, ekki hvað síst nágrönnunum í suðri. Svo staurblindir voru þeir af þjóðrembuofsa að frekar létu þeir slátra lunganum úr dönskum ungmennum á vígvellinum en viðurkenna dapurlegar staðreyndir. Málamiðlanir jafngiltu svikum. Kenjar og duttlungar réðu ferð. Þeir töpuðu því stórt. Afstaða annarra evrópskra stjórnmálamanna sunnar í álfunni hálfri öld síðar einkenndist af sama hugaræði ofmetnaðar og eigin þjóðlegra yfirburða. Við klárum þetta á hálfu ári sögðu vímuvilltir Þjóðverjar 1914. Slátrunin, grimmdin og glæpaverkin voru eftir því. Hrikalegar afleiðingar fyrra heimsstríðsins mótuðu sögu álfunnar út öldina. Tuttugu og fimm árum seinna hófst enn einn hildarleikurinn upprunninn úr ofstopafullri þjóðernishyggju, af áður óþekktum ofsa. Nú var ekki bara ráðist á fyrirlitlega útlendinga, heldur gengið á milli bols og höfuðs á samborgurum, sem ekki höfðu réttan þjóðlegan uppruna, jafnvel langt fram í ættir. Atburðarás, endalok og afleiðingar þessara þjóðamorða þekkjum við of vel. Mannlegar hörmungar eru framdar af vitskertum leiðtogum. Bölvun þjóðrembunnar Ein meginkveikjan að þessum stríðum var sú sama, þótt blæbrigðin væru ólík. Öll áttu þau það sameiginlegt að kvikna og nærast af þjóðernishyggju, en hún byggir á þeirri tilfinningu að einhver ákveðinn hópur fólks sé útvalinn, sérstakur og æðri öðrum. Það er því örstutt skref á milli þess að ofmeta eigin þjóð og málstað hennar og að fyrirlíta aðrar þjóðir. Blindur þjóðrembingur og ranghugmyndir um völd, stöðu og getu, leiddu og leiða enn heilar þjóðir á villigötur, jafnvel í glötun. Engar samfélagskenningar eða „ismar“ eru eins varasamar til pólitísks brúks, því þjóðernishyggjan grundvallast á tilfinningu, ekki rökhyggju. Auðvelt er að vinna henni fylgi. Einstaklingum, hópum eða þjóðum finnst þau vera sterkari og öruggari, ef þeim er sagt að þau skari fram úr öðrum. Erfitt getur því reynst að halda þjóðhyggjunni í skefjum, því auðvelt er að spila á þessar tilfinningar. Á tímum umróts, breytinga á lífskjörum og óvissu er skírskotun til þjóðlegs ágætis og yfirburða vel þegin. Þess vegna komust og komast þjóðrembumenn svo auðveldlega til valda. Því betur voru og eru líka til í öllum löndum stjórnmálamenn sem ekki leika á pólitískt tilfinningalíf fólks með þessum hætti. Aðdráttarafl þjóðernishyggjunnar og kjörþokki hennar er enn mikill. Einbeiting að eigin verðleikum gerir þjóðir þröngsýnar, sem einangrar og er ávísun á áhrifaleysi. Hugarheimur tilbúinna yfirburða verkar illa á aðrar þjóðir. Íslenska útgáfan Allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar hefur þjóðernishyggja verið sterk hérlendis. Framan af var hún aflvaki þjóðvakningar og orkugjafi. Á síðustu tímum hefur hún hins vegar þróast yfir í ágenga þjóðrembu sem byrgt hefur sýn. Í stað hófsemi kom oflæti. Úr hógværð varð hroki. Við lentum í gjörningaveðri þjóðernisskrumsins. Hér voru kveiktir eldar þjóðlegra afburða og arfborins ágætis. Því miður lifir enn í þeim glæðum. Íslenskir stjórnmálamenn ólu og ala enn á sérstæði og yfirburðum þjóðarinnar, þótt minnimáttarkenndin blasi við í áráttu okkar við að þykjast alls staðar vera „á heimsvísu“. Oflæti, hroki og ofmetnaður urðu þjóðarlestir sem alræmdir voru í útlöndum. Við urðum, eins og Danir 1864, blindir á getu okkar, veikleika og vanmátt. Enn þykjumst við fullfærir einir, enda er pólitískur einstæðingsskapur okkar áberandi. Í þessu andrúmslofti oflætis og ruglaðrar dómgreindar gerðu íslenskir útrásarvíkingar strandhögg, rændu fjárhirslur evrópskra banka, stofnana og sparnaði einstaklinga. Árásir á fjármálakerfi eru nútíma stríð. Hér fór þetta svipað og hjá Dönum 1864. Sjálfsmörkin urðu dýrkeyptust. Litlar þjóðir geta vissulega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur eða sem síst er betra, ef hyggjuleysið er algjört. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár. Sjónvarpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar er dregið fram hvernig fávísir, þröngsýnir og vitgrannir stjórnmálamenn kyntu undir blindum ofmetnaði, dönskum þjóðernisyfirburðum og megnri vanþóknun gagnvart útlendingum, ekki hvað síst nágrönnunum í suðri. Svo staurblindir voru þeir af þjóðrembuofsa að frekar létu þeir slátra lunganum úr dönskum ungmennum á vígvellinum en viðurkenna dapurlegar staðreyndir. Málamiðlanir jafngiltu svikum. Kenjar og duttlungar réðu ferð. Þeir töpuðu því stórt. Afstaða annarra evrópskra stjórnmálamanna sunnar í álfunni hálfri öld síðar einkenndist af sama hugaræði ofmetnaðar og eigin þjóðlegra yfirburða. Við klárum þetta á hálfu ári sögðu vímuvilltir Þjóðverjar 1914. Slátrunin, grimmdin og glæpaverkin voru eftir því. Hrikalegar afleiðingar fyrra heimsstríðsins mótuðu sögu álfunnar út öldina. Tuttugu og fimm árum seinna hófst enn einn hildarleikurinn upprunninn úr ofstopafullri þjóðernishyggju, af áður óþekktum ofsa. Nú var ekki bara ráðist á fyrirlitlega útlendinga, heldur gengið á milli bols og höfuðs á samborgurum, sem ekki höfðu réttan þjóðlegan uppruna, jafnvel langt fram í ættir. Atburðarás, endalok og afleiðingar þessara þjóðamorða þekkjum við of vel. Mannlegar hörmungar eru framdar af vitskertum leiðtogum. Bölvun þjóðrembunnar Ein meginkveikjan að þessum stríðum var sú sama, þótt blæbrigðin væru ólík. Öll áttu þau það sameiginlegt að kvikna og nærast af þjóðernishyggju, en hún byggir á þeirri tilfinningu að einhver ákveðinn hópur fólks sé útvalinn, sérstakur og æðri öðrum. Það er því örstutt skref á milli þess að ofmeta eigin þjóð og málstað hennar og að fyrirlíta aðrar þjóðir. Blindur þjóðrembingur og ranghugmyndir um völd, stöðu og getu, leiddu og leiða enn heilar þjóðir á villigötur, jafnvel í glötun. Engar samfélagskenningar eða „ismar“ eru eins varasamar til pólitísks brúks, því þjóðernishyggjan grundvallast á tilfinningu, ekki rökhyggju. Auðvelt er að vinna henni fylgi. Einstaklingum, hópum eða þjóðum finnst þau vera sterkari og öruggari, ef þeim er sagt að þau skari fram úr öðrum. Erfitt getur því reynst að halda þjóðhyggjunni í skefjum, því auðvelt er að spila á þessar tilfinningar. Á tímum umróts, breytinga á lífskjörum og óvissu er skírskotun til þjóðlegs ágætis og yfirburða vel þegin. Þess vegna komust og komast þjóðrembumenn svo auðveldlega til valda. Því betur voru og eru líka til í öllum löndum stjórnmálamenn sem ekki leika á pólitískt tilfinningalíf fólks með þessum hætti. Aðdráttarafl þjóðernishyggjunnar og kjörþokki hennar er enn mikill. Einbeiting að eigin verðleikum gerir þjóðir þröngsýnar, sem einangrar og er ávísun á áhrifaleysi. Hugarheimur tilbúinna yfirburða verkar illa á aðrar þjóðir. Íslenska útgáfan Allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar hefur þjóðernishyggja verið sterk hérlendis. Framan af var hún aflvaki þjóðvakningar og orkugjafi. Á síðustu tímum hefur hún hins vegar þróast yfir í ágenga þjóðrembu sem byrgt hefur sýn. Í stað hófsemi kom oflæti. Úr hógværð varð hroki. Við lentum í gjörningaveðri þjóðernisskrumsins. Hér voru kveiktir eldar þjóðlegra afburða og arfborins ágætis. Því miður lifir enn í þeim glæðum. Íslenskir stjórnmálamenn ólu og ala enn á sérstæði og yfirburðum þjóðarinnar, þótt minnimáttarkenndin blasi við í áráttu okkar við að þykjast alls staðar vera „á heimsvísu“. Oflæti, hroki og ofmetnaður urðu þjóðarlestir sem alræmdir voru í útlöndum. Við urðum, eins og Danir 1864, blindir á getu okkar, veikleika og vanmátt. Enn þykjumst við fullfærir einir, enda er pólitískur einstæðingsskapur okkar áberandi. Í þessu andrúmslofti oflætis og ruglaðrar dómgreindar gerðu íslenskir útrásarvíkingar strandhögg, rændu fjárhirslur evrópskra banka, stofnana og sparnaði einstaklinga. Árásir á fjármálakerfi eru nútíma stríð. Hér fór þetta svipað og hjá Dönum 1864. Sjálfsmörkin urðu dýrkeyptust. Litlar þjóðir geta vissulega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur eða sem síst er betra, ef hyggjuleysið er algjört.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun