Mórallinn hrundi Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun