Fengu einir að kaupa Borgun Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 29. nóvember 2014 12:00 Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Skoðun Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun