Fengu einir að kaupa Borgun Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 29. nóvember 2014 12:00 Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar