Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin Líneik Anna Sævarsdóttir og Karl Garðarsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun