Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin Líneik Anna Sævarsdóttir og Karl Garðarsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt. Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina. Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt. Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.Veruleg áhrif til lækkunarÍ umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið. Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla. Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa. Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar