Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar