Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Hér má sjá heildarfjölda lendinga og flugtaka á hverri braut Reykjavíkurflugvallar, burtséð frá því úr hvaða átt er komið eða í hvaða átt var tekið á loft, síðustu fimm árin. Mynd/Loftmyndir, map.is Tölur Isavia um lendingar og brottfarir á Reykjavíkurflugvelli síðustu ár sýna sáralitla hlutdeild norðaustur/suðvestur-brautarinnar stuttu (stundum nefnd „neyðarbraut“, en heitir í gögnum Isavia ýmist 06 eða 24 eftir því hvort farið er um hana í norðaustur eða suðvestur). Þegar skoðaðar eru tölur um lendingar á Reykjavíkurflugvelli kemur í ljós að síðustu sjö ár hafa lendingar á 06/24 brautinni að jafnaði verið 0,62 prósent allra lendinga á flugvellinum. Þannig voru þær 177 á móti 24.806 í fyrra og 150 á móti 24.867 árið þar áður. Þá má sjá að 2007 var brautin líka sáralítið notuð, með 68 lendingar á móti 32.112. Það árið fór nýtingarhlutfall brautarinnar niður í 0,21 prósent. Ekki kemur fram í gögnunum hvernig fjöldinn skiptist eftir erindum eða eigendum vélanna sem þarna lenda. „Lendingarnar eru skráðar á brautir en ekki til dæmis hvort um sjúkraflug er að ræða,“ segir í svari Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia. Hann segir hins vegar verið að leggja lokahönd á vinnu úr ítarlegri gögnum en áður hafi verið notuð og að niðurstöður verði birtar von bráðar, líkt og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hafi reifað á opnum fundi með nefndum Alþingis nýverið. „Niðurstöður af þeirri vinnu ættu að skýra málið,“ segir hann. Í máli Björns Óla á nefndafundi Alþingis kom líka fram að færi svo að 06-24 brautinni yrði lokað þá væri það mat Isavia að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar færi niður í 95 prósent. Tölur um raunverulega notkun flugbrautarinnar slá hins vegar á útleggingar sem hafðar voru á lofti í kjölfarið um að í slíku nýtingarhlutfalli myndi flugvöllurinn ekki nýtast 16 daga á ári. Væri hlutdeild 06-24 brautarinnar í lendingum síðustu sjö ár yfirfærð á daga ársins jafngilti það til dæmis tveimur sólarhringum og sex klukkustundum. Af samtölum við reynda flugmenn má ráða að brautin sé stundum notuð bæði af Flugfélagi Íslands og Mýflugi, þótt ekki sé það ýkja oft. Hugtakið „neyðarbraut“ er enda dregið af því að í reglum Isavia kemur fram að helst eigi ekki að nota brautina. Þá er fleiri spurningum ósvarað um gildi brautarinnar þegar kemur að neyðarflugi með sjúklinga. Þannig hefur ekki komið fram hversu stór hluti af sjúkraflugi á flugvöllinn er raunverulegt neyðarflug þar sem mínútur skipta máli í að koma fólki undir læknishendur. Þá er því ósvarað hvort fari saman erfiðar aðstæður til flugs í Reykjavík og annars staðar á landinu, þar sem flugvellir eru bara með einni braut, því ekki er hægt að lenda í Reykjavík nema að hægt sé að leggja upp á brottfararstað. Samkvæmt heimildum blaðsins er 06-24 flugbrautin bara notuð þegar vindur stendur beint á hana. Styrkur vinds þarf að auki að vera með mesta móti til þess að trufla lendingar og brottfarir á hinum brautunum. Flugmenn segja gildi brautarinnar hins vegar að nokkru kunna að liggja í því að ekki sé lagt upp í flug nema að ljóst sé að lending sé fær í Reykjavík. Aðstæður kunni að vera þannig að lending sé bara fær á „neyðarbrautinni“ þegar farið er af stað, en breytist á leiðinni þannig að hægt sé að lenda á annarri hvorri aðalbrautinni. Í slíkum tilvikum sé tilvist 06-24 brautarinnar hins vegar forsenda þess að lagt sé upp til að byrja með. Braut 06-24Á braut 06 er stefnan í norðausturátt. Þá er lent úr Skerjafirðinum og tekið á loft í átt að Snorrabraut. Alla jafna er flugtak óheimilt á þessari braut.Á braut 24 er stefnan í suðvestur. Aðflug er yfir Norðurmýri og enda Snorrabrautar og tekið á loft í átt að Skerjafirði. Fréttaskýringar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Tölur Isavia um lendingar og brottfarir á Reykjavíkurflugvelli síðustu ár sýna sáralitla hlutdeild norðaustur/suðvestur-brautarinnar stuttu (stundum nefnd „neyðarbraut“, en heitir í gögnum Isavia ýmist 06 eða 24 eftir því hvort farið er um hana í norðaustur eða suðvestur). Þegar skoðaðar eru tölur um lendingar á Reykjavíkurflugvelli kemur í ljós að síðustu sjö ár hafa lendingar á 06/24 brautinni að jafnaði verið 0,62 prósent allra lendinga á flugvellinum. Þannig voru þær 177 á móti 24.806 í fyrra og 150 á móti 24.867 árið þar áður. Þá má sjá að 2007 var brautin líka sáralítið notuð, með 68 lendingar á móti 32.112. Það árið fór nýtingarhlutfall brautarinnar niður í 0,21 prósent. Ekki kemur fram í gögnunum hvernig fjöldinn skiptist eftir erindum eða eigendum vélanna sem þarna lenda. „Lendingarnar eru skráðar á brautir en ekki til dæmis hvort um sjúkraflug er að ræða,“ segir í svari Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia. Hann segir hins vegar verið að leggja lokahönd á vinnu úr ítarlegri gögnum en áður hafi verið notuð og að niðurstöður verði birtar von bráðar, líkt og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hafi reifað á opnum fundi með nefndum Alþingis nýverið. „Niðurstöður af þeirri vinnu ættu að skýra málið,“ segir hann. Í máli Björns Óla á nefndafundi Alþingis kom líka fram að færi svo að 06-24 brautinni yrði lokað þá væri það mat Isavia að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar færi niður í 95 prósent. Tölur um raunverulega notkun flugbrautarinnar slá hins vegar á útleggingar sem hafðar voru á lofti í kjölfarið um að í slíku nýtingarhlutfalli myndi flugvöllurinn ekki nýtast 16 daga á ári. Væri hlutdeild 06-24 brautarinnar í lendingum síðustu sjö ár yfirfærð á daga ársins jafngilti það til dæmis tveimur sólarhringum og sex klukkustundum. Af samtölum við reynda flugmenn má ráða að brautin sé stundum notuð bæði af Flugfélagi Íslands og Mýflugi, þótt ekki sé það ýkja oft. Hugtakið „neyðarbraut“ er enda dregið af því að í reglum Isavia kemur fram að helst eigi ekki að nota brautina. Þá er fleiri spurningum ósvarað um gildi brautarinnar þegar kemur að neyðarflugi með sjúklinga. Þannig hefur ekki komið fram hversu stór hluti af sjúkraflugi á flugvöllinn er raunverulegt neyðarflug þar sem mínútur skipta máli í að koma fólki undir læknishendur. Þá er því ósvarað hvort fari saman erfiðar aðstæður til flugs í Reykjavík og annars staðar á landinu, þar sem flugvellir eru bara með einni braut, því ekki er hægt að lenda í Reykjavík nema að hægt sé að leggja upp á brottfararstað. Samkvæmt heimildum blaðsins er 06-24 flugbrautin bara notuð þegar vindur stendur beint á hana. Styrkur vinds þarf að auki að vera með mesta móti til þess að trufla lendingar og brottfarir á hinum brautunum. Flugmenn segja gildi brautarinnar hins vegar að nokkru kunna að liggja í því að ekki sé lagt upp í flug nema að ljóst sé að lending sé fær í Reykjavík. Aðstæður kunni að vera þannig að lending sé bara fær á „neyðarbrautinni“ þegar farið er af stað, en breytist á leiðinni þannig að hægt sé að lenda á annarri hvorri aðalbrautinni. Í slíkum tilvikum sé tilvist 06-24 brautarinnar hins vegar forsenda þess að lagt sé upp til að byrja með. Braut 06-24Á braut 06 er stefnan í norðausturátt. Þá er lent úr Skerjafirðinum og tekið á loft í átt að Snorrabraut. Alla jafna er flugtak óheimilt á þessari braut.Á braut 24 er stefnan í suðvestur. Aðflug er yfir Norðurmýri og enda Snorrabrautar og tekið á loft í átt að Skerjafirði.
Fréttaskýringar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira