Menntaskólinn í Reykjavík er alltaf númer átján í röðinni MR-ingar skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birna Þórarinsdóttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun