Miðhálendi Íslands: Háspennulínur og hraðbrautir? Nei, takk! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynningar tveggja aðila, Landsnets og Vegagerðarinnar, um að vinna sé að hefjast við umhverfismat á háspennulínu og uppbyggðum vegi um Sprengisand sæta tíðindum. Fyrir það fyrsta vaknar spurningin; er það svona sem framtíð miðhálendisins á að ráðast? Að einstakir framkvæmdaaðilar hefji undirbúning svo umdeildra framkvæmda án undangenginnar opinberrar umræðu og stefnumótunar sem tekur mið af viðhorfum dagsins og framtíðarinnar? Er nóg að menn telji sig hafa glugga í gömlu miðhálendisskipulagi, sem einmitt nú sætir endurskoðun, sbr. vinnu við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026? Og hvaðan kemur fé til þessara verkefna? Vegagerðin hefur ekki talið sig fara varhluta af samdrætti og niðurskurði og því miður með réttu. Stórir hlutar vegakerfisins eru að grotna niður. Hvernig er þá hægt að koma því við að setja mat á Sprengisandsleið í forgang?Um hjartað þvert Það er ekkert einkamál Landsnets og Vegagerðarinnar hvort farið verður með skóg háspennumastra og uppbyggðan veg þvert um hjarta miðhálendis Íslands. Ég kalla það að fara um hjarta miðhálendisins ef þræða á möstur og uppbyggðan veg milli friðlands í Þjórsárverum og Hofsjökuls á aðra hönd og Vatnajökulsþjóðgarðs að meðtöldum Vatnajökli og Tungnafellsjökli á hina. Og, síðan áfram norður um víðáttur Sprengisands allt norður í Bárðardal. Vissulega hefur Landsnet með í sínum drögum að matsáætlun þann möguleika að einhver hluti leiðarinnar á allra viðkvæmasta svæðinu fari í jörð og Vegagerðin gerir ekki ráð fyrir heilsársvegi. En hér þarf að mörgu að hyggja. Verður ekki þrýstingurinn á að hafa jarðstrengsbútinn í 220 kv. línu sem allra stystan ef nokkurn og veginn það uppbyggðan og burðarmikinn að sumarið teygist í 6-9 mánuði ef ekki árið allt? Í upphafi skyldi endinn skoða ef yfir höfuð á að leggja af stað.Bíðum við Áhugi Landsnets á þessari framkvæmd kemur mér minna á óvart en þátttaka Vegagerðarinnar. Ég vissi ekki til þess að nýr vegur um Sprengisand væri þar framarlega í áætlunum og þaðan af síður að Vegagerðin væri svo vel sett með fjármuni að hún gæti kostað miklu til í slík áform nú. Og spyrja má; á að tengja nýjan Sprengisandsveg við Bárðardalsveg vestri í núverandi ástandi eða væri ráð að byggja hann upp fyrst? Og hvað með Kjalveg; væri frekar einhver friður um að lagfæra hann eitthvað á næstu árum en leyfa Sprengisandi að bíða? Þurfa ekki þing og þjóð að koma með einhverjum hætti beint og milliliðalaust að svo stóru máli sem framtíð miðhálendisins er áður en ákvarðanir eru teknar? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint?
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar