Trúnaður og gagnsæi Stjórnarmaðurinn skrifar 5. nóvember 2014 09:00 Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00