Trúnaður og gagnsæi Stjórnarmaðurinn skrifar 5. nóvember 2014 09:00 Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00