Amma dreki og vaskurinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. október 2014 00:30 Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun