Verðofbeldi í skjóli stjórnarráðsins Þórólfur Matthíasson skrifar 2. október 2014 07:00 Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1904 réði Standard Oil Co. um 90% af allri olíuframleiðslu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fram til 1. janúar 1984 var AT&T eini seljandi símaþjónustu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Um aldamótin 2000 var markaðshlutdeild Microsoft á markaði fyrir stýrikerfi um 97%. Öll urðu þessi fyrirtæki, fyrir tilstyrk markaðsstöðu sinnar, afar sterk fjárhagslega. Keppinautar héldu því fram að fyrirtækjunum væri tamara að nota fjárhagsstyrk sinn til að takmarka samkeppni en til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Svo háværar voru þessar raddir að samkeppnisyfirvöld beggja vegna Atlantshafs lögðust í áralöng málaferli til að binda enda á samkeppnishamlandi atferli fyrirtækjanna. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda höfðu í öllum tilfellum afgerandi áhrif til lækkunar kostnaðar og hraðari tækniþróunar. Þróun samgangna (einkabíllinn), fjarskipta (farsímar) og netþjónustu hefðu nær örugglega orðið allt önnur og hægari hefðu yfirvöld ekki gripið til sinna ráða. Aðgerðir samkeppnisyfirvalda gegn verðofbeldi skiluðu góðum árangri. Mjólkursamsalan (MS) og tengd fyrirtæki er með yfir 95% af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi. Sé litið til þeirra sögulegu dæma hér að ofan er ekki undarlegt þó samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi fyrirtækið til skoðunar með jöfnu millibili. Nýlegur úrskurður þar sem MS er sektuð um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sannar nauðsyn þess. En þar með er ekki öll sagan sögð.Óskammfeilin framkoma Samkvæmt búvörulögum er heildsöluverðlagning nokkurra tilgreindra vörutegunda sem MS framleiðir á hendi svokallaðrar verðlagsnefndar búvöru. Verðlagsnefndin auglýsir tvenns konar verð fyrir nýmjólkurduft og undanrennuduft. Annars vegar verð til matvælaframleiðenda sem ekki eru í samkeppni við MS. Þeir fá nýmjólkurduftið á 659 krónur kílóið, en aðilar í samkeppni við MS þurfa að borga 1.360 krónur! Þetta er 100% verðmunur! Svipaða sögu er að segja um undanrennuduftið, nema hvað verðmunurinn er heldur minni. Stjórnarráðið leggur ofurtolla á innflutt duft og kemur þannig algjörlega í veg fyrir samkeppni að utan. Þetta er svo óskammfeilin framkoma að engu tali tekur. Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö mönnum. Formaður er starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrrverandi forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, tveir eru frá Bændasamtökum Íslands, tveir eru frá afurðastöðvum (les MS) og síðan sinn hver frá ASÍ og BSRB. Fulltrúar launafólks eru í minnihluta. Því má fullyrða að stjórnvöld hafi afhent starfsmönnum og eigendum einkasölurisa á neysluvörumarkaði sjálfdæmi um verðlagningu á mikilvægri neysluvöru, vöru sem er bæði notuð af neytendum og af öðrum aðilum í matvælaiðnaði. Og starfsmenn og eigendur einkasölurisans standa undir væntingum og beita verð-ofbeldi úr vopnasafni John D. Rockefeller, eiganda Standard Oil, við verðlagningu á hráefnum til mögulegra keppinauta sinna. Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telur að seta fulltrúa ASÍ og BSRB í þessari ólánsnefnd réttlæti allar hennar gerðir. Því spyr ég: Er ekki rétt að ASÍ og BSRB hætti að blessa verðofbeldi mjólkurframleiðenda og afturkalli skipan fulltrúa í verðlagsnefnd búvara?
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun