„Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Karl Garðarsson vill ræða málefni MS á Alþingi. Fréttablaðið/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. „Mér finnst alveg koma til greina að taka málið upp og við þurfum ekki að vera hrædd við það. Ég hef ekki skilið af hverju menn eru yfirhöfuð hræddir við að ræða málin. Við eigum að reyna að finna út hvað sé best fyrir neytendur og framleiðendur. Hann telur Framsóknarflokkinn verða að standa í lappirnar og vera samkvæman sjálfum sér. Nú reyni á þá samkvæmni. „Það gengur ekki fyrir Framsóknarflokkinn að tala um hag neytenda í matarskattsmálinu einn daginn og forðast það að vilja ræða þetta mál. Þetta skiptir neytendur miklu máli og því á þetta að skipta Framsóknarflokkinn miklu máli. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm í þessu máli. Hann telur núverandi stöðu Mjólkursamsölunnar slæma og vill breytingar. „Mér finnst það persónulega alveg fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum,“ segir Karl. „Ég hef ekki enn kynnt mér hvað Helgi Hjörvar ætlar að leggja fram en ég mun bara taka þessa umræðu og skoða þetta gaumgæfilega.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði þingheimi í gær að hann hygðist leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þess efnis að Mjólkursamsalan verði ekki lengur undanþegin samkeppnislögum. Árið 2011 flutti hann sams konar tillögu. Þá féllu atkvæði á þann veg að þingmenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni og felldu hana. Alþingi Tengdar fréttir Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. „Mér finnst alveg koma til greina að taka málið upp og við þurfum ekki að vera hrædd við það. Ég hef ekki skilið af hverju menn eru yfirhöfuð hræddir við að ræða málin. Við eigum að reyna að finna út hvað sé best fyrir neytendur og framleiðendur. Hann telur Framsóknarflokkinn verða að standa í lappirnar og vera samkvæman sjálfum sér. Nú reyni á þá samkvæmni. „Það gengur ekki fyrir Framsóknarflokkinn að tala um hag neytenda í matarskattsmálinu einn daginn og forðast það að vilja ræða þetta mál. Þetta skiptir neytendur miklu máli og því á þetta að skipta Framsóknarflokkinn miklu máli. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm í þessu máli. Hann telur núverandi stöðu Mjólkursamsölunnar slæma og vill breytingar. „Mér finnst það persónulega alveg fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum,“ segir Karl. „Ég hef ekki enn kynnt mér hvað Helgi Hjörvar ætlar að leggja fram en ég mun bara taka þessa umræðu og skoða þetta gaumgæfilega.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði þingheimi í gær að hann hygðist leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þess efnis að Mjólkursamsalan verði ekki lengur undanþegin samkeppnislögum. Árið 2011 flutti hann sams konar tillögu. Þá féllu atkvæði á þann veg að þingmenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni og felldu hana.
Alþingi Tengdar fréttir Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00
Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11
„Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00
MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40
Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent