Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:59 Nýjast könnun Maskínu ætti að gleðja Gunnar Smára. Það sama verður ekki sagt um Svandísi. Vísir Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?