Segir ofsa í garð opinberra starfsmanna með ólíkindum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2014 07:15 Opinberir starfsmenn eru um 17.500. Lögreglumenn eru ein stétt opinberra starfsmanna. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent