Alltaf gaman að tengja saman nýtt og gamalt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2014 11:30 Skúli Pálsson, formaður Grænlandsvinafélagsins Kalak, og Páll Skúlason, formaður Dansk-íslenska félagsins. Félögin standa saman að dagskránni Grænland í dag og í gær. Fréttablaðið/GVA „Fyrst mun grænlenskur kór frá Sisimut syngja nokkur grænlensk lög, þau eru all ólík okkar hvað sönglagahefð og tónfall snertir. Svo ætlar Knud Michelsen, danskur fræðimaður, að segja frá Knud Rasmussen landkönnuði og þjóðfræðisöfnun hans í Grænlandi. Þannig tengjum við saman nýtt og gamalt og það er alltaf gaman.“ Þannig lýsir Páll Skúlason héraðsdómslögmaður í örstuttu máli dagskrá næsta þriðjudagskvölds í Norræna húsinu. Yfirskriftin er Grænlensk menning í dag og í gær. Páll er formaður Dansk-íslenska félagsins sem að viðburðinum stendur ásamt Grænlandsvinafélaginu Kalak. „Grænlensk menning er harla ólík okkar og hefur verið okkur Íslendingum framandi. Þetta er viðleitni til þess að bæta aðeins úr því,“ segir hann. Fyrirlesarinn Knud Michelsen er Kaupmannahafnarbúi en náskyldur nafna sínum Rasmussen og líka af íslenskum ættum, að sögn Páls. „Michelsen ætlar að fræða okkur um þjóðlög og ýmislegt sem Rasmussen safnaði á Grænlandi og svo ætlar hann líka að segja frá tengslum hans við Ísland. Knud Rasmussen var nefnilega mikill Íslandsvinur, kom að minnsta kosti tvisvar hingað og átti hér marga vini. Meðal annars átti hann íslenska kærustu. Hún hét Efemía Indriðadóttir og var dóttir Indriða Einarssonar leikskálds, en samband þeirra entist ekki.“ Páll getur þess að allir séu velkomnir á hina grænlensku dagskrá í Norræna húsinu á þriðjudaginn meðan húsrúm leyfi. Hún hefst klukkan 20. Knud Rasmussen (1879–1933), landkönnuður og mannfræðingur, var fæddur í Ilulissat í Grænlandi, sonur danska trúboðans Christians Rasmussen og grænlensk-dönsku móðurinnar Lovise Rasmussen. Hann ólst að hluta til upp á Grænlandi og lærði að veiða, aka hundasleða og lifa við erfiðar aðstæður. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Fyrst mun grænlenskur kór frá Sisimut syngja nokkur grænlensk lög, þau eru all ólík okkar hvað sönglagahefð og tónfall snertir. Svo ætlar Knud Michelsen, danskur fræðimaður, að segja frá Knud Rasmussen landkönnuði og þjóðfræðisöfnun hans í Grænlandi. Þannig tengjum við saman nýtt og gamalt og það er alltaf gaman.“ Þannig lýsir Páll Skúlason héraðsdómslögmaður í örstuttu máli dagskrá næsta þriðjudagskvölds í Norræna húsinu. Yfirskriftin er Grænlensk menning í dag og í gær. Páll er formaður Dansk-íslenska félagsins sem að viðburðinum stendur ásamt Grænlandsvinafélaginu Kalak. „Grænlensk menning er harla ólík okkar og hefur verið okkur Íslendingum framandi. Þetta er viðleitni til þess að bæta aðeins úr því,“ segir hann. Fyrirlesarinn Knud Michelsen er Kaupmannahafnarbúi en náskyldur nafna sínum Rasmussen og líka af íslenskum ættum, að sögn Páls. „Michelsen ætlar að fræða okkur um þjóðlög og ýmislegt sem Rasmussen safnaði á Grænlandi og svo ætlar hann líka að segja frá tengslum hans við Ísland. Knud Rasmussen var nefnilega mikill Íslandsvinur, kom að minnsta kosti tvisvar hingað og átti hér marga vini. Meðal annars átti hann íslenska kærustu. Hún hét Efemía Indriðadóttir og var dóttir Indriða Einarssonar leikskálds, en samband þeirra entist ekki.“ Páll getur þess að allir séu velkomnir á hina grænlensku dagskrá í Norræna húsinu á þriðjudaginn meðan húsrúm leyfi. Hún hefst klukkan 20. Knud Rasmussen (1879–1933), landkönnuður og mannfræðingur, var fæddur í Ilulissat í Grænlandi, sonur danska trúboðans Christians Rasmussen og grænlensk-dönsku móðurinnar Lovise Rasmussen. Hann ólst að hluta til upp á Grænlandi og lærði að veiða, aka hundasleða og lifa við erfiðar aðstæður.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira