Pikkföst á Bústaðaveginum Hjálmar Sveinsson skrifar 18. september 2014 07:00 Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Margslungið og skapandi hlutverk kennarans Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Skoðun Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra.
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun