Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson skrifar 13. september 2014 07:00 Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar