Á vængjum minninganna Bryndís Schram skrifar 12. september 2014 07:00 Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun