„Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar Bjarni Bjarnason skrifar 10. september 2014 07:00 Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, „að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. Mér sýnist að umfjöllunin hafi verið nokkuð brotakennd og vil ég reyna að fylla í myndina með þessari grein. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavallajörðina árið 1964 vegna vaxandi þarfar fyrir heitt vatn. Jörðin nær frá norðausturbrún Hengilsins til strandar Þingvallavatns eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Vatnsbakkinn liggur að mestu í úfnu hrauni. Jörðinni fylgdi lítill sumarbústaður í Riðvík og hefur hann stundum verið kallaður forstjórabústaðurinn innan Orkuveitunnar. Að auki eru þar tíu aðrir sumarbústaðir í einkaeigu meðfram vatnsbakkanum. Einkabústaðirnir standa á leigulandi úr Nesjavallajörðinni en hún liggur utan Þingvallaþjóðgarðsins. „Forstjórabústaðurinn“ Sumarbústaðurinn í Riðvík var byggður árið 1946 og er hann 47 fermetrar að stærð. Hann var byggður samkvæmt kröfum þess tíma og byggingarefnið var flutt á ísi á Þingvallavatni því enginn var þá vegurinn. Hitaveita Reykjavíkur byggði bátaskýli við bústaðinn árið 1998. Ég þekki ekki notkunarsögu bústaðarins í Riðvík en nafngiftin bendir til þess að hann hafi verið notaður af forstjórum Orkuveitunnar að einhverju marki eða að þeir hafi haft ráðstöfunarrétt yfir honum, hver sem notkunin kann að hafa verið. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga árið 2010 tók ný stjórn við Orkuveitunni. Stjórnin réð nýjan forstjóra tímabundið til hálfs árs og tóku nýja stjórnin og forstjórinn meðal annars þá ákvörðun að afnema öll sérréttindi stjórnenda í Orkuveitunni. Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrðu þar undir. Ég hóf störf í Orkuveitunni 1. mars 2011. Ákvæði um einkaafnot mín af bústaðnum í Riðvík er ekki að finna í ráðningarsamningi og vissi ég ekki á þeim tíma að bústaðurinn væri til. Sú hugmynd var rædd um þetta leyti að afhenda starfsmannafélagi Orkuveitunnar bústaðinn til útleigu fyrir félagsmenn. Bústaðurinn stendur á viðkvæmu vatnsverndarsvæði sem útilokaði þá hugmynd. Notkun og örlög bústaðarins lentu því í biðstöðu, sem nú hefur verið rofin með framangreindri samþykkt stjórnar Orkuveitunnar. Við þingvallavatn Horft til norðurs yfir Nesjavelli, Nesjahraun og Þingvallavatn. Vatnstökuhúsið á Grámel er ofarlega til hægri á myndinni og sumarhúsið við Riðvík þar steinsnar frá. Sumarhúsalóðirnar eru niðri við vatnið undan Nesjahrauninu. Mynd: Gretar Ívarsson/OR Rekstur, umhverfismál og sala Mikill rekstrar- og skuldavandi blasti við stjórn Orkuveitunnar í upphafi árs 2011. Var þá samin víðtæk áætlun um endurreisn, Planið svokallaða, sem tók gildi 1. apríl það ár. Einn af fimm mikilvægum þáttum Plansins er sala eigna sem ekki heyra undir kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Listi var gerður yfir þær eignir sem áformað var að selja og voru sumarbústaðalóðirnar tíu á bakka Þingvallavatns þar á meðal. Forstjóra var falið að selja lóðirnar þegar leigusamningum lyki. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík var ekki á sölulistanum. Ástæðan er sú að bústaðurinn stendur nánast ofan á vatnsbóli Nesjavallavirkjunar á Grámel, þaðan sem dælt er 2000 lítrum á sekúndu af ferskvatni sem hitað er í virkjuninni og dælt áfram til Reykjavíkur. Stjórnendur Orkuveitunnar hafa hugað mjög að umhverfismálum undanfarin ár eftir að hæstu fjármálaöldurnar lægði. Starfsemi virkjananna á Nesjavöllum og á Hellisheiði hefur verið í brennidepli. Hraunið milli Nesjavallavirkjunar og Þingvallavatns og vatnsbakkinn fyrir landi Nesjavalla tengjast umhverfismálum virkjunarinnar á tvennan hátt. Annars vegar er framangreind vatnstaka á Grámel, en þar er nú afkastamesta vatnsból landsins. Vatnið er bæði nýtt fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu og sem neysluvatn á virkjunarsvæðinu. Hins vegar er hraunið afrennslisleið fyrir vatn frá Nesjavallavirkjun, sem dreifist um hraunið neðanjarðar á ferð sinni til Þingvallavatns. Við nánari skoðun var það niðurstaða stjórnenda Orkuveitunnar að óráðlegt væri að selja einstaklingum land á svo viðkvæmum stað og missa þannig forræði yfir því til frambúðar. Stjórnendur Orkuveitunnar óskuðu eftir því við stjórn fyrirtækisins að afturkalla ákvörðun um sölu á sumarbústaðalóðunum, sem hún samþykkti. Stjórnin ákvað jafnframt að fela forstjóra að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins fyrir sumarhús, eins og fyrr er getið. Viðræður við eigendur sumarhúsanna tíu standa nú yfir og eru ýmsir þættir til skoðunar. Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði og þarf Orkuveitan að huga að góðu meðalhófi í framgöngu. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík stendur næst vatnsbólinu á Grámel og því mun hann víkja fyrstur en ákveðið hefur verið að rífa hann næsta sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, „að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. Mér sýnist að umfjöllunin hafi verið nokkuð brotakennd og vil ég reyna að fylla í myndina með þessari grein. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavallajörðina árið 1964 vegna vaxandi þarfar fyrir heitt vatn. Jörðin nær frá norðausturbrún Hengilsins til strandar Þingvallavatns eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Vatnsbakkinn liggur að mestu í úfnu hrauni. Jörðinni fylgdi lítill sumarbústaður í Riðvík og hefur hann stundum verið kallaður forstjórabústaðurinn innan Orkuveitunnar. Að auki eru þar tíu aðrir sumarbústaðir í einkaeigu meðfram vatnsbakkanum. Einkabústaðirnir standa á leigulandi úr Nesjavallajörðinni en hún liggur utan Þingvallaþjóðgarðsins. „Forstjórabústaðurinn“ Sumarbústaðurinn í Riðvík var byggður árið 1946 og er hann 47 fermetrar að stærð. Hann var byggður samkvæmt kröfum þess tíma og byggingarefnið var flutt á ísi á Þingvallavatni því enginn var þá vegurinn. Hitaveita Reykjavíkur byggði bátaskýli við bústaðinn árið 1998. Ég þekki ekki notkunarsögu bústaðarins í Riðvík en nafngiftin bendir til þess að hann hafi verið notaður af forstjórum Orkuveitunnar að einhverju marki eða að þeir hafi haft ráðstöfunarrétt yfir honum, hver sem notkunin kann að hafa verið. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga árið 2010 tók ný stjórn við Orkuveitunni. Stjórnin réð nýjan forstjóra tímabundið til hálfs árs og tóku nýja stjórnin og forstjórinn meðal annars þá ákvörðun að afnema öll sérréttindi stjórnenda í Orkuveitunni. Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrðu þar undir. Ég hóf störf í Orkuveitunni 1. mars 2011. Ákvæði um einkaafnot mín af bústaðnum í Riðvík er ekki að finna í ráðningarsamningi og vissi ég ekki á þeim tíma að bústaðurinn væri til. Sú hugmynd var rædd um þetta leyti að afhenda starfsmannafélagi Orkuveitunnar bústaðinn til útleigu fyrir félagsmenn. Bústaðurinn stendur á viðkvæmu vatnsverndarsvæði sem útilokaði þá hugmynd. Notkun og örlög bústaðarins lentu því í biðstöðu, sem nú hefur verið rofin með framangreindri samþykkt stjórnar Orkuveitunnar. Við þingvallavatn Horft til norðurs yfir Nesjavelli, Nesjahraun og Þingvallavatn. Vatnstökuhúsið á Grámel er ofarlega til hægri á myndinni og sumarhúsið við Riðvík þar steinsnar frá. Sumarhúsalóðirnar eru niðri við vatnið undan Nesjahrauninu. Mynd: Gretar Ívarsson/OR Rekstur, umhverfismál og sala Mikill rekstrar- og skuldavandi blasti við stjórn Orkuveitunnar í upphafi árs 2011. Var þá samin víðtæk áætlun um endurreisn, Planið svokallaða, sem tók gildi 1. apríl það ár. Einn af fimm mikilvægum þáttum Plansins er sala eigna sem ekki heyra undir kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Listi var gerður yfir þær eignir sem áformað var að selja og voru sumarbústaðalóðirnar tíu á bakka Þingvallavatns þar á meðal. Forstjóra var falið að selja lóðirnar þegar leigusamningum lyki. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík var ekki á sölulistanum. Ástæðan er sú að bústaðurinn stendur nánast ofan á vatnsbóli Nesjavallavirkjunar á Grámel, þaðan sem dælt er 2000 lítrum á sekúndu af ferskvatni sem hitað er í virkjuninni og dælt áfram til Reykjavíkur. Stjórnendur Orkuveitunnar hafa hugað mjög að umhverfismálum undanfarin ár eftir að hæstu fjármálaöldurnar lægði. Starfsemi virkjananna á Nesjavöllum og á Hellisheiði hefur verið í brennidepli. Hraunið milli Nesjavallavirkjunar og Þingvallavatns og vatnsbakkinn fyrir landi Nesjavalla tengjast umhverfismálum virkjunarinnar á tvennan hátt. Annars vegar er framangreind vatnstaka á Grámel, en þar er nú afkastamesta vatnsból landsins. Vatnið er bæði nýtt fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu og sem neysluvatn á virkjunarsvæðinu. Hins vegar er hraunið afrennslisleið fyrir vatn frá Nesjavallavirkjun, sem dreifist um hraunið neðanjarðar á ferð sinni til Þingvallavatns. Við nánari skoðun var það niðurstaða stjórnenda Orkuveitunnar að óráðlegt væri að selja einstaklingum land á svo viðkvæmum stað og missa þannig forræði yfir því til frambúðar. Stjórnendur Orkuveitunnar óskuðu eftir því við stjórn fyrirtækisins að afturkalla ákvörðun um sölu á sumarbústaðalóðunum, sem hún samþykkti. Stjórnin ákvað jafnframt að fela forstjóra að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins fyrir sumarhús, eins og fyrr er getið. Viðræður við eigendur sumarhúsanna tíu standa nú yfir og eru ýmsir þættir til skoðunar. Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði og þarf Orkuveitan að huga að góðu meðalhófi í framgöngu. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík stendur næst vatnsbólinu á Grámel og því mun hann víkja fyrstur en ákveðið hefur verið að rífa hann næsta sumar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun