Hún segir að fjárstuðningur komi víða að en sérstaklega frá Noregi, Bandaríkjunum og svo Íslandi.
Vestanhafs hafa hönnuðir selt bolla og taupoka með geitamynd og áletraðri stuðningsyfirlýsingu við geitabúið.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Háafell í sumar að sögn Jóhönnu.
„Það voru svona um 50 til 100 á dag,“ segir hún.
Ekki voru allir gestirnir að velta fyrir sér ræktunarstarfsemi landnámsgeitarstofnsins. Sumir komu gagngert til að líta Casanova augum en geitin sú fór með mikilvægt hlutverk í Game of Thrones og hlýtur því að teljast til frægari ferfætlinga landsins. Einnig hafa fjölmargir hvatt átakið á þar til gerðum fésbókarsíðum.
