Afkoma ríkissjóðs batnað jafnt og þétt Steingrímur J. Sigfússon skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun