Afkoma ríkissjóðs batnað jafnt og þétt Steingrímur J. Sigfússon skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar