Afkoma ríkissjóðs batnað jafnt og þétt Steingrímur J. Sigfússon skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessa greinarkorns er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins á dögunum, en þar er vitnað í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um nýframkominn ríkisreikning. Greiningardeildin bendir réttilega á að afkoma ríkissjós á árinu 2013 var mun betri en gert var ráð fyrir að afgreiddum fjáraukalögum og reyndar betri en sjálf fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir. Þannig varð tekjuhallinn aðeins 732 milljónir króna í stað 3,7 milljarða sem fjárlögin gerðu ráð fyrir og í stað 19,7 milljarða samkvæmt fjáraukalögum. Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra, þeirra Sigmundar og Bjarna, sem þá töldu útlitið kolsvart og héldu um það blaðamannafund, hefur því sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu. Jafn innistæðulaust reyndist tal stjórnarliða um ófjármagnaða fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar í ljósi hárrar arðgreiðslu Landsbankans í ár sem þegar hefur verið greidd.Óreglulegir liðir Svonefndir óreglulegir liðir hafa vissulega nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu ríkisreiknings. Aukinn eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum, sem ríkið fékk í sinn hlut án endurgjalds þegar uppgjör fór fram milli nýja og gamla bankans, veldur tekjufærslu upp á tæpa 25 milljarða. Á móti kemur t.d. tæplega 12 milljörðum króna hærri gjaldfærsla tapaðra skattkrafna.Afkoman batnað frá 2009 Aðalatriðið er þó að ef horft er fram hjá óreglulegum liðum er afkoman orðin jákvæð og batnar um 20 milljarða milli ára. Á sama mælikvarða, það er án óreglulegra liða, hefur afkoman batnað jafnt og þétt frá árinu 2009 eða um heila 120 milljarða segir í áðurnefndri umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Hér veldur mestu um að mikilvægustu tekjustofnar ríkisins styrkjast með auknum þrótti í hagkerfinu. Efnahagsbatinn, sem gekk í garð undir lok árs 2010, er því að skila nákvæmlega því sem til var ætlast á sviði ríkisfjármálanna. 40,7 milljarðar á milli ára Með því að leggja traustan grunn að tekjuöflun ríkisins eins og gert var með breytingum á skattkerfinu, einkum á árunum 2009-2010, skila aukin umsvif í hagkerfinu auknum tekjum í ríkissjóð án þess að skattar séu hækkaðir. Það jafnvel svo að hlutfall tekna ríkisins af landsframleiðslu hækkar frekar en hitt og er stundum talað um sjálfvirka margfaldara í þeim efnum. Þannig aukast tekjur um 40,7 milljarða króna milli áranna 2012 og 2013 að frátalinni eignaaukningunni í Landsbankanum eða um 3,7% að raungildi.Mikill árangur Ríkisreikningur ársins 2013 staðfestir enn frekar þann mikla árangur sem harðsnúin fjármálaglíma allt síðasta kjörtímabil skilaði. Í fyrstu lotu varð að forða ríkissjóði frá þroti og síðan rétta hann af og koma rekstrinum í jafnvægi sem nú hefur tekist. Upphafleg ríkisfjármálaáætlun frá vordögum 2009 og með þeirri endurskoðun sem hún sætti, aðallega haustið 2011, hefur í öllum meginatriðum gengið eftir. Næstu ár þarf að mynda afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar