Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Það er í mörg horn að líta fjárhagslega þegar kemur að ungmennalandsliðunum fyrir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ. Fréttablaðið/Stefan „Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
„Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira