Þróunarsamvinna sem skilar árangri Stefán Jón Hafstein skrifar 28. júlí 2014 07:00 Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar