Frjáls verslun Elín Hirst skrifar 17. júlí 2014 07:00 Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun