Sá hættir lífi sínu sem ekki flýr í burt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Um fjögur þúsund Palestínumenn eru á flótta í norðurhluta Gasa en ísraelsk yfirvöld hafa tilkynnt að hver sá sem ekki flýr af svæðinu muni hætta lífinu. Vísir/AFP Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum. Gasa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum.
Gasa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira