Chia-grautur og fagleg vinnubrögð Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2014 07:00 Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun