Tryggingarnar ná ekki yfir allt Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2014 00:01 Lúðvík Eiðsson, fulltrúi tæknideildar lögreglunnar, sést hér við upphaf rannsóknar í gær. Hann segir of snemmt að segja til um tildrög eldsvoðans. Fréttablaðið/Arnþór Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira