Menning hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum. Ýmsir taka ummælin óstinnt upp og benda á að hér þrífist ótrúlega mikið listalíf og við eigum marga listamenn sem séu að gera góða hluti, bæði innanlands og erlendis. Öll umræðan snýst um listir og menningarneyslu svokallaða, sem þýðir aðsókn að listviðburðum, lestur bókmennta og svo framvegis. Þar er allt í miklum blóma samkvæmt umræðunni og ber að fagna því. Menning er þó allt annað og meira en listsköpun og listneysla og væntanlega er Guðbergur meðal annars að vísa til þess með þessari fullyrðingu. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; …það að manna einhvern… þróun, efling, siðmenning“. Það er sem sé menning hvernig við umgöngumst hvert annað og landið okkar, það er menning hvaða gildi við kennum börnunum okkar, það er menning að reka gott skóla- og heilbrigðiskerfi og það er meira að segja menning að halda úti fjölmiðlum – jafnvel þótt þar væri aldrei minnst á bókmenntir og listir. Ef við skoðum hugtakið menning í þessu samhengi hljótum við flest að geta orðið sammála um það að víða sé pottur brotinn í íslenskri menningu. Það hlýtur til dæmis að segja sína sögu um menningarstig þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar skuli telja það vænlegast til árangurs í kosningum að lofa kjósendum persónulegum ávinningi í stað þess að setja fram heildstæða stefnu um uppbyggingu samfélagsins og – það sem verra er – sópa til sín atkvæðum út á það. Það hlýtur að vekja spurningar um dýpt menningarinnar þegar heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni vegna fjársveltis ár eftir ár eftir ár, þegar almannatryggingakerfið hefur ekki bolmagn til að sinna hinum verst settu og þegar skólakerfinu er haldið á horriminni áratugum saman. Það er ekki mikil menningargróska sem birtist í kommentakerfum vefmiðla og Facebook-síðna og maður fyllist ekki beinlínis bjartsýni á menningarástandið í landinu þegar forsætisráðherrann sjálfur svarar rökstuddri gagnrýni með útúrsnúningum og kvörtunum undan loftárásum og innanríkisráðherrann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni úr ræðustól Alþingis. Bara svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Það hlýtur að vera full ástæða til að ræða þessi mál án þess að fólk hópist í skotgrafirnar og líti á hverja gagnrýnisrödd sem persónulega árás á menninguna. Einhver varði þessa einskorðun umræðunnar við listirnar í framhaldi af ummælum Guðbergs með því að segja að listsköpun endurspeglaði menningarstig þjóða og því gæti góð list ekki sprottið upp úr lélegri menningu. Það þarf ekki að kafa djúpt í mannkynssöguna til að sjá að sú fullyrðing stenst ekki. Góð list sprettur oft upp úr andófi gegn lágu menningarstigi og vondri stjórnsýslu og kannski er skýringarinnar á gróskunni í íslenskri listsköpun frekar að leita þar en í því hvað menning þjóðarinnar sé nú á háu stigi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun