Háð er heimskra gaman Elín Hirst skrifar 4. júní 2014 07:00 Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar