Flugið Sigurður Hreinsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar