Aukin tækifæri á þriðja æviskeiði Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar