Er trúlofunartímabilinu lokið og komið að næsta skrefi? Kristinn Þór Jakobsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun