Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 13:00 Allar deildir kórsins syngja saman nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars. Mynd/úr einkasafni Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“ Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira