Hjúskapur hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 14. maí 2014 00:00 Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar