Stöndum vörð um hjartað í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 6. maí 2014 07:00 Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar