Vegna þingsályktunartillögu um mænuskaða Auður Guðjónsdóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar