Fullveldisgildran Þröstur Ólafsson skrifar 16. apríl 2014 07:00 Mörg menningarsamfélög hafa farið forgörðum við það að lífsaðstæður þeirra breyttust og þau megnuðu ekki að bregðast við, aðlaga lifnaðarhætti sína og samfélagssýn þeim breytingum. Þau voru fjötruð í gamla atvinnuhætti og lífssýn, sem áður höfðu dugað þeim. Getum hefur verið leitt að því, að ástæða þess að byggðir Íslendinga á Grænlandi eyddust, hafi verið sú, að þeir héldu fast við sömu búskaparhætti og þeir höfðu vanist á Íslandi, þótt versnandi veðrátta hafi valdið því, að búfé þeirra var orðið svo aðframkomið á vorin, að þeir þurftu að bera það út í haga. Þeir höfðu ekki dug í sér til að breyta til og fara að veiða meiri fisk og sel sér til lífsframfæris, því þeir trúðu því, að ekki væri hægt að lifa án búfjár. Þetta segir okkur að tíminn refsar þeim grimmilega, sem vilja ekki skilja að breyttar aðstæður krefjast nýrrar hugsunar. Þótt tímarnir nú séu aðrir og afkoma okkar hvíli á mörgum stoðum, þá erum við nútíma Íslendingar í keimlíkum sporum. Við spriklum föst í bóndabeygju auðlindahyggju, úreltra búskaparhátta og samfélagslegrar fortíðarhyggju. Sú samfélagssýn sem mótaðist af einhæfum atvinnuvegum, skorti og stjórnmálaforystu þröngsýnna efnabænda, leiðir okkur í ógöngur við gjörbreyttar aðstæður. Róttæk hnattvæðing Heimurinn gengur nú í gegnum breytingaskeið sem kallað er hnattvæðing. Þjóðir heims hafa brugðist við, stærstu þjóðirnar bíða rólegar eins og hákarlar en litlu þjóðirnar leita sér skjóls, mynda bandalög, til að standast samkeppni og ofurvald þeirra stærstu, m.a. við að móta regluverk heimsviðskiptanna. Smáþjóðir Evrópu, því á heimsvísu eru þær allar smáar, vita að þær verða að standa saman. ESB er evrópska svarið við róttækri hnattvæðingu, sem breytir skiptahlutföllum milli þjóða og landsvæða. Flóttamannastraumar til Evrópu eru afsprengi þessara breytinga, einnig hérlendis. En ESB er meira. Það er eins konar verkstæði eða smiðja framtíðarinnar til að koma á nýrri heimsskipan, þar sem samvinna og samningar koma í stað yfirráða og valdbeitinga. Það er byggt upp af þeirri frumreglu að ef eitt eða fleiri ríki lenda í miklum erfiðleikum koma hin ríkin og stofnanir bandalagsins til aðstoðar. Þjóðirnar afhenda hlut af eigin fullveldi gegn hlutdeild í fullveldi hinna. Þannig auka minnstu þjóðirnar áhrif sín en draga að sama skapi úr áhrifum stærri þjóða um leið og þær fá vörn gegn utanaðkomandi hættum. Af jaðri til miðju Til að yfirvinna fortíðarhyggju og úrelta heimssýn þurfum við að halda áfram. Við tókum mikilvæg skref við inngöngu í EFTA og síðan EES. Þessir áfangar víkkuðu sjóndeildarhringinn og fjölguðu tækifærum. Við færðumst af ysta jaðri nær miðju. Við aðlöguðum viðeigandi lög að frjálslyndari lagasetningu sem byggði meir á almannaheill en löggjöf okkar, sem þunguð er af auðlindahagsmunum. Andstaðan við bæði skrefin var mikil, einkum frá framsóknarfólki og Alþýðubandalagi, síðar vinstri grænum, sem héldu fast í fjötra fortíðar. Þessir hlekkir hafa einkum tengst skilningi á fullveldi og sjálfstæði. Hugmynd okkar um fullveldi grópaðist djúpt inn í vitund þjóðarinnar. Frá barnsaldri var okkur innrætt þjóðernishyggja, afbökuð söguskoðun og fullveldisdýrkun, hvort heldur í lestrarbókum, skólaljóðum eða öðru efni. Þá var fullveldi markmið til sjálfstjórnar. Fullveldi orðið skurðgoð Nú skilgreina margir fullveldi sem skilyrðislaust boðorð, sem óumflýjanlega skyldu en um leið bann. Gagnkvæmar skuldbindingar t.d. í formi samstarfs við ASG er ótæk, þar sem það jaðrar við fullveldisafsal. Sá staðnaði skilningur sem lagður er í hugtakið er orðinn frekari þróun samfélagsins fjötur um fót. Fullveldið er ekki lengur lifandi, frjó áminning. Það hefur breyst í storkinn átrúnað. Í þessari gildru erum við föst. Við hættum ekki skaðlegum hvalveiðum, af því það er réttur okkar, jafnvel skylda, að veiða hval. Samningar um makrílinn er á svipaðri bylgjulengd, svo ekki sé minnst á aðild að ESB. Bjartur í Sumarhúsum fórnaði fjölskyldu sinni og aleigu á altari ímyndaðs sjálfstæðis. Af sama meiði er andstaða Bændaskólans á Hvanneyri við að sameinast Háskóla Íslands; það skerðir sjálfstæði hans. Skólar, sjúkrastofnanir og sveitarfélög víða um land eru í sömu kreppu, of lítil til að takast á við breyttar aðstæður; svelta frekar en sameinast. Þegar svo er komið þá er skilningur okkar á fullveldi og sjálfstæði staðnaður, orðinn að bábilju sem skaðar meir en hann skaffar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg menningarsamfélög hafa farið forgörðum við það að lífsaðstæður þeirra breyttust og þau megnuðu ekki að bregðast við, aðlaga lifnaðarhætti sína og samfélagssýn þeim breytingum. Þau voru fjötruð í gamla atvinnuhætti og lífssýn, sem áður höfðu dugað þeim. Getum hefur verið leitt að því, að ástæða þess að byggðir Íslendinga á Grænlandi eyddust, hafi verið sú, að þeir héldu fast við sömu búskaparhætti og þeir höfðu vanist á Íslandi, þótt versnandi veðrátta hafi valdið því, að búfé þeirra var orðið svo aðframkomið á vorin, að þeir þurftu að bera það út í haga. Þeir höfðu ekki dug í sér til að breyta til og fara að veiða meiri fisk og sel sér til lífsframfæris, því þeir trúðu því, að ekki væri hægt að lifa án búfjár. Þetta segir okkur að tíminn refsar þeim grimmilega, sem vilja ekki skilja að breyttar aðstæður krefjast nýrrar hugsunar. Þótt tímarnir nú séu aðrir og afkoma okkar hvíli á mörgum stoðum, þá erum við nútíma Íslendingar í keimlíkum sporum. Við spriklum föst í bóndabeygju auðlindahyggju, úreltra búskaparhátta og samfélagslegrar fortíðarhyggju. Sú samfélagssýn sem mótaðist af einhæfum atvinnuvegum, skorti og stjórnmálaforystu þröngsýnna efnabænda, leiðir okkur í ógöngur við gjörbreyttar aðstæður. Róttæk hnattvæðing Heimurinn gengur nú í gegnum breytingaskeið sem kallað er hnattvæðing. Þjóðir heims hafa brugðist við, stærstu þjóðirnar bíða rólegar eins og hákarlar en litlu þjóðirnar leita sér skjóls, mynda bandalög, til að standast samkeppni og ofurvald þeirra stærstu, m.a. við að móta regluverk heimsviðskiptanna. Smáþjóðir Evrópu, því á heimsvísu eru þær allar smáar, vita að þær verða að standa saman. ESB er evrópska svarið við róttækri hnattvæðingu, sem breytir skiptahlutföllum milli þjóða og landsvæða. Flóttamannastraumar til Evrópu eru afsprengi þessara breytinga, einnig hérlendis. En ESB er meira. Það er eins konar verkstæði eða smiðja framtíðarinnar til að koma á nýrri heimsskipan, þar sem samvinna og samningar koma í stað yfirráða og valdbeitinga. Það er byggt upp af þeirri frumreglu að ef eitt eða fleiri ríki lenda í miklum erfiðleikum koma hin ríkin og stofnanir bandalagsins til aðstoðar. Þjóðirnar afhenda hlut af eigin fullveldi gegn hlutdeild í fullveldi hinna. Þannig auka minnstu þjóðirnar áhrif sín en draga að sama skapi úr áhrifum stærri þjóða um leið og þær fá vörn gegn utanaðkomandi hættum. Af jaðri til miðju Til að yfirvinna fortíðarhyggju og úrelta heimssýn þurfum við að halda áfram. Við tókum mikilvæg skref við inngöngu í EFTA og síðan EES. Þessir áfangar víkkuðu sjóndeildarhringinn og fjölguðu tækifærum. Við færðumst af ysta jaðri nær miðju. Við aðlöguðum viðeigandi lög að frjálslyndari lagasetningu sem byggði meir á almannaheill en löggjöf okkar, sem þunguð er af auðlindahagsmunum. Andstaðan við bæði skrefin var mikil, einkum frá framsóknarfólki og Alþýðubandalagi, síðar vinstri grænum, sem héldu fast í fjötra fortíðar. Þessir hlekkir hafa einkum tengst skilningi á fullveldi og sjálfstæði. Hugmynd okkar um fullveldi grópaðist djúpt inn í vitund þjóðarinnar. Frá barnsaldri var okkur innrætt þjóðernishyggja, afbökuð söguskoðun og fullveldisdýrkun, hvort heldur í lestrarbókum, skólaljóðum eða öðru efni. Þá var fullveldi markmið til sjálfstjórnar. Fullveldi orðið skurðgoð Nú skilgreina margir fullveldi sem skilyrðislaust boðorð, sem óumflýjanlega skyldu en um leið bann. Gagnkvæmar skuldbindingar t.d. í formi samstarfs við ASG er ótæk, þar sem það jaðrar við fullveldisafsal. Sá staðnaði skilningur sem lagður er í hugtakið er orðinn frekari þróun samfélagsins fjötur um fót. Fullveldið er ekki lengur lifandi, frjó áminning. Það hefur breyst í storkinn átrúnað. Í þessari gildru erum við föst. Við hættum ekki skaðlegum hvalveiðum, af því það er réttur okkar, jafnvel skylda, að veiða hval. Samningar um makrílinn er á svipaðri bylgjulengd, svo ekki sé minnst á aðild að ESB. Bjartur í Sumarhúsum fórnaði fjölskyldu sinni og aleigu á altari ímyndaðs sjálfstæðis. Af sama meiði er andstaða Bændaskólans á Hvanneyri við að sameinast Háskóla Íslands; það skerðir sjálfstæði hans. Skólar, sjúkrastofnanir og sveitarfélög víða um land eru í sömu kreppu, of lítil til að takast á við breyttar aðstæður; svelta frekar en sameinast. Þegar svo er komið þá er skilningur okkar á fullveldi og sjálfstæði staðnaður, orðinn að bábilju sem skaðar meir en hann skaffar.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun