Orka, fiskur og jafnrétti Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun