
Frumvarpið sem má ekki gleymast
Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir
Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“
Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018.
Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun.
Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.
Framferði Lýsingar
Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar.
Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.
Fyrirvarar við endurútreikninga
Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið.
Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist.
Skoðun

Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor
Þorri Geir Rúnarsson skrifar

Er seinnivélin komin?
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands
Ármann Höskuldsson skrifar

Rödd Íslands athlægi um allan heim
Ástþór Magnússon skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar

Lokað á lausnir í leikskólamálum
Einar Þorsteinsson skrifar

Ég styð Magnús Karl
Jón Gnarr skrifar

Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi
Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Elvar Eyvindsson skrifar

Hættum að segja „Flýttu þér“
Einar Sverrisson skrifar

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Stefán Pálsson skrifar

Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra
Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir?
Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Er ég nægilega gott foreldri?
Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar

Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu
Þorsteinn Kristinsson skrifar

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Um náttúrulögmál og aftengingu
Sölvi Tryggvason skrifar

Styðjum barnafjölskyldur
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds
Njáll Gunnlaugsson skrifar

Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar!
Magnús Karl Magnússon skrifar

Pólska sjónarhornið
Halldór Auðar Svansson skrifar

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR
Björg Gilsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar