Jón Ólafsson og Krímskaginn Þröstur Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun